Lykiltölur í rekstri ársins 2016
Hagnaður | 4.243 m.kr. |
Arðsemi fjárfestingareigna (m.v. meðalstöðu) | 5,72% |
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir | 4.377 m.kr. |
Rekstrartekjur | 6.643 m.kr. |
Leigutekjur | 6.111 m.kr. |
Meðallengd samninga m.v. núverandi leigusamninga | 8 ár |
Vaxtaberandi skuldir | 49.499 m.kr.. |
Handbært fé frá rekstri | 2.568 m.kr. |
Handbært fé í lok árs | 888 m.kr. |
Eiginfjárhlutfall | 34,50% |
Fjárfestingareignir metnar á gangvirði | 83.027 m.kr. |
Stöðugildi í lok árs | 26 |
Hluthafar | 760 |
Þróun tekna
Þróun kostnaðar
Rekstrarkostnaður - hlutfall af leigutekjum
Áherslur í starfsemi og rekstri
Félagið hefur lagt áherslu á stækkun eignasafns og kröftuga útleigustarfsemi. Með þeim hætti hefur félagið náð að nýta vel þá sterku hagsveiflu sem við erum nú stödd í. Eftirspurn og afköst í útleigu á síðustu tveimur árum hefur verið gríðarlega góð. Skrifað var undir leigusamninga um 58 þúsund fermetra árið 2016, sem er á við þriðjung af eignasafni Regins við skráningu á hlutabréfamarkað 2012. Vel hefur gengið að endurnýja eldri samninga sem hafa verið að renna út. Eins hefur gengið vel að endurskipuleggja eignasöfn sem keypt hafa verið á undanförnum árum. Lykill að góðum árangri er vönduð áætlanagerð með langtímasýn að leiðarljósi sem byggir á þekkingu og upplýsingasöfnun.