Stærstu hluthafar
Nr. |
Hluthafi |
Hlutir |
% |
1 |
Lífeyrissjóður verslunarmanna |
200.388.362,00 |
12,88% |
2 |
Stefnir hf. |
184.846.836,00 |
11,88% |
3 |
Gildi - lífeyrissjóður |
114.730.738,00 |
7,38% |
4 |
Sigla ehf. |
100.000.000,00 |
6,43% |
5 |
Stapi lífeyrissjóður |
90.819.956,00 |
5,84% |
6 |
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. |
85.000.000,00 |
5,47% |
7 |
Söfnunarsjóður lífeyrisréttind |
52.337.947,00 |
3,37% |
8 |
Sameinaði lífeyrissjóðurinn |
48.815.126,00 |
3,14% |
9 |
Lífsverk lífeyrissjóður |
47.948.142,00 |
3,08% |
10 |
Sjóvá-Almennar tryggingar hf. |
36.678.038,00 |
2,36% |
11 |
Eaton Vance Management |
35.041.038,00 |
2,25% |
12 |
Vátryggingafélag Íslands hf. |
30.550.566,00 |
1,96% |
13 |
Íslandsbanki hf. |
28.756.307,00 |
1,85% |
14 |
Akta sjóðir hf. |
28.286.241,00 |
1,82% |
15 |
Íslandssjóðir hf. |
26.736.493,00 |
1,72% |
16 |
Birta lífeyrissjóður |
26.415.299,00 |
1,70% |
17 |
Festa - lífeyrissjóður |
25.509.069,00 |
1,64% |
18 |
Brimgarðar ehf |
24.000.000,00 |
1,54% |
19 |
Nordic Holding ehf. |
23.265.197,00 |
1,50% |
20 |
Júpíter rekstrarfélag hf. |
23.130.438,00 |
1,49% |
|
Samtals 20 stærstu |
1.233.255.793,00 |
79,29% |
Hluthafar Regins hf. voru 760 í lok árs 2016 samanborið við 581 á sama tíma 2015. Fjöldi einstaklinga sem hluthafa hefur aukist til muna.
Lífeyrissjóður verslunarmanna er með 12,88% hlutdeild í heildarhlutafé félagsins, Stefnir hf. er annar stærsti hluthafinn með 11,88% og Gildi - lífeyrissjóður þriðji stærsti með 7,38% hlutdeild. Hlutdeild stærstu hluthafa hefur farið lækkandi með stækkandi eignasafni, dreifðari eignaraðild og nýjum stórum hluthöfum.
Þróun hlutabréfaverðs
Á hluthafafundi 22. mars 2016 var stjórn veitt heimild til að auka hlutafé félagsins um 126.600.000 krónur að nafnverði. Hlutafjáraukningin tók gildi í kerfum Nasdaq Iceland hf. þann 29. mars 2016. Hlutafjáraukningu var ráðstafað til kaupa Regins á öllum hlutum í fasteignafélögunum Ósvör ehf. og CFV 1 ehf. Lögbundinn forgangsréttur hluthafa gilti ekki um hið nýja hlutafé. Hlutafé í Regin fyrir hlutafjáraukninguna var 1.428.700.000 krónur að nafnverði og er að henni lokinni 1.555.300.000 krónur að nafnverði. Hver hlutur í Regin er ein króna að nafnverði.
Þróun hlutabréfaverðs í Regin var jákvæð á árinu 2016. Fjöldi viðskipta með bréf í félaginu var 1.400 og heildarvelta á árinu var 23,9 milljarðar króna sem er aukning frá fyrra ári þegar veltan nam 14,9 milljörðum króna.
Árslokaverð á bréfum Regins í kauphöllinni var 26,2 en var 19,6 árið 2015. Gengi bréfa félagsins hækkuðu því um 33,7% á árinu og var langt umfram úrvalsvísitöluna (OMXI8) sem lækkaði um 9,0% árið 2016. Markaðsvirði félagsins í árslok nam 40,7 milljörðum króna en var 28 milljarðar króna í árslok 2015.
Skipting hluthafa eftir hlutafjáreign
Lífeyrissjóðir voru stærsti hluthafahópur Regins í árslok 2016 með 43% eignarhlut og lækkar lítillega frá fyrra ári. Bankar og einkahlutafélög bæta lítillega við sig. Mestu breytingar milli ára liggja í minni eignahlut fjárfestingasjóða sem fara nú með um 24% hlut en fyrir ári 28%. Áhuga erlendra fjárfesta á félaginu hefur aukist og halda erlendir aðilar nú á um 3% eignahlut í Regin.